Styrk­veit­ing­ar hafa aldrei verið hærri

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orkusjóður mun styrkja verkefni um 31 milljón króna til að byggja fyrsta íslenska rafknúna strandveiðibátinn. Orkan fékk úthlutaða styrki fyrir níu mismunandi verkefni og nam heildarstyrkurinn fyrir þau verkefni 256.420.000 krónum.

Þetta var kynnt á fundi í dag þar sem Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, hélt tölu og Har­ald­ur Bene­dikts­son, stjórn­ar­formaður Orku­sjóðs, kynn­ti út­hlut­an­ir sjóðsins.

Styrk­veit­ing­ar þessa árs nema 1.343 milljónum króna og hafa aldrei verið hærri. Alls bárust 154 umsóknir um styrk til Orkusjóðs og voru það verkefni með heildarkostnað upp á 30,3 milljarða króna. Sótt var um 6,7 milljarða í styrki til Orkusjóðs.

Blær fékk stærsta staka styrkinn

Blær íslenska vetnisfélagið fékk stærsta staka styrkinn sem var 75 milljón króna styrkur fyrir rafeldsneytisframleiðslu og notkun.

Styrkir til Orkunnar voru fyrir uppbyggingu hraðhleðslustöðva og hraðhleðslugáma á landsbyggðinni. Sem dæmi var stærsti staki styrkurinn til Orkunnar vegna uppbyggingar á hraðhleðslustöð fyrir vörubíla MCS í Miðfirði.

Blámi fékk 31 milljón króna styrk fyrir rafknúinn íslenskan fiskibát.

Þá fékk Þróunarfélag Grundartanga ehf. 47 milljóna króna styrk fyrir varmaveitu á Grundartanga með nýtingu glatvarma.

Verkefnið fékk 31 miljón króna styrk.
Verkefnið fékk 31 miljón króna styrk. Skjáskot/Orkustofnun

79 verkefni fengu styrki

Algengustu umsóknirnar bárust frá aðilum með verkefni tengd hraðhleðslu, vetni og rafeldsneyti. Alls fengu 79 verkefni styrki.

43 verkefni fengu styrki fyrir verkefni tengd innviðum fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar og var heildarupphæð styrkjanna 649 milljónir króna. Á sama tíma fengu 29 verkefni styrki fyrir lausnir sem minnka notkun jarðefnaeldsneytis og nam heildarupphæðin þar 468 milljónir króna.

Þá fengu sjö verkefni tengd raf- og lífeldsneytisframleiðslu styrki sem nam 225 milljónum króna.

Kort af hleðslustöðvum.
Kort af hleðslustöðvum. Skjáskot/Orkustofnun

Gætu skilað 300 þúsund tonna olíuávinningi

Fram kom á fundinum að verkefnin gætu skilað um 300 þúsund tonna olíuávinningi og að samþykkt verkefni skili um 9.500 tonna ávinningi árlega.

Við úthlutun styrkja í ár var lögð mikil áhersla á hleðsluinnviði á Norðausturlandi og þá sérstaklega á græna þungaflutningabifreiðar.

Styrk­ir Orku­sjóðs eru liður í aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­mál­um og orku­skipt­um og eru styrk­flokk­ar í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda um að styðja við orku­skipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vist­væna ork­u­nýt­ingu, sem og að styðja við orku­skipti í sam­göng­um um land allt.

Guðlaugur kynnti þá að Orkusjóður og Loftlagssjóður yrðu sameinaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert