Talið að kviknað hafi í potti á eldavél

Frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi.
Frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bráðabirgðaniðurstaða á orsökum eldsvoðans í húsi við Amtmannsstíg á þriðjudaginn er sú að kviknað hafi í potti á eldavél á neðri hæð hússins.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Hann segir að málið sé enn til rannsóknar.

Einn lést í brunanum, Halldór Bragason gítarleikari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert