Útlit fyrir að snjói í fjöll

Hitaspá klukkan 7 sunnudagsmorgun.
Hitaspá klukkan 7 sunnudagsmorgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Útlit er fyrir að það snjói í fjöll á Norðurlandi á sunnudagsmorgun, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Um helgina er spáð norðvestan og norðan 5-13 m/s og að áfram verði vætusamt fyrir norðan. Heldur kólni í veðri. 

Á sama tíma er áætlað að verði skýjað með köflum sunnan heiða og líkur á stöku skúrum.

Léttir til sunnanlands

Í dag verður norðvestan- og norðanátt, gola eða kaldi og rigning eða súld með köflum um landið norðanvert, að mati veðurfræðings.

„Það léttir hins vegar til sunnanlands með morgninum, víða bjart og fallegt veður þar í dag, en þó má búast við stöku síðdegisskúrum á Suðausturlandi,“ segir í hugleiðingunum.

Yfir daginn verði hiti frá 7 stigum við norðurströndina upp í 16 stig syðst á landinu.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert