Akureyrarklíníkin stofnuð formlega

Ráðherra og fulltrúar SAk og HSN undirrita samninginn.
Ráðherra og fulltrúar SAk og HSN undirrita samninginn. Ljósmynd/SAk

Akureyrarklíníkin var formlega stofnuð í gær með undirritun Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), og Jóns Helga Björnssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN).

Klíníkin er fyrsta miðstöð heilbrigðisþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins og mun veita heildstæða þjónustu fyrir sjúklinga með svonefndan ME-sjúkdóm og langvarandi covid-19-einkenni.

Heilbrigðisráðherra fól SAk og HSN í maí 2023 að vinna saman að því að koma klíníkinni á fót og skilaði nefnd áliti sl. haust. Síðan þá hefur verið unnið að uppbyggingu klíníkurinnar.

Ljósmynd/SAk

Mikilvæg þróun í meðferð ME

ME-sjúkdómurinn er heila- og taugasjúkdómur sem lýsir sér meðal annars í krónískri þreytu sem getur valdið mikilli skerðingu á lífsgæðum fólks.

Í tilkynningu segir að Akureyrarklíníkin sé samvinnuverkefni heilsugæslu og sjúkrahúss sem sé afar mikilvægt í ljósi aukinna tilfella ME-sjúkdóms eftir covid-19.

Markmið klíníkurinnar sé að efla skráningu, byggja upp gagnagrunn og stuðla að aukinni þekkingu á sjúkdómnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert