Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð í norðaustanverðri Bárðarbunguöskju í nótt klukkan 4.39. Nokkrir minni skjálftar urðu í kjölfarið, en enn eru engin merku um óróa, að því er segir í tilkynningu Veðurstofunnar.
Aðfaranótt föstudags mældist á svipuðum slóðum skjálfti af stærðinni 3,5.
Að sögn Veðurstofunnar hafa 16 skjálftar, 3 eða stærri, orðið á svæðinu frá áramótum. Stærstur þeirra varð 5,4 stiga skjálfti 21. apríl. Sá var sá stærsti frá goslokum árið 2015.