Flestir og stærstir skjálftar í Bárðabungu

Sigketill í Bárðarbungu.
Sigketill í Bárðarbungu. mbl.is/RAX

„Þetta er í rauninni bara ótrúlega eðlilega hegðun,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir, spurð um skjálftavirkni í Bárðarbungu.

„Bárðarbunga er sá staður á landinu þar sem við fáum hvað flesta og stærsta skjálfta. Það er mjög eðlileg virkni í Bárðarbungu að það komi skjálftar, 3 jafnvel 4 að stærð,“ segir Jóhanna og bætir við að í byrjun árs hafi meira að segja skjálfti mælst yfir 5 að stærð.

Hún segir því ekkert athugavert við skjálftana sem hafi riðið þar yfir á undanförnum dögum

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð í norðaust­an­verðri Bárðarbungu­öskju í nótt klukk­an 4.39. Nokkr­ir minni skjálft­ar urðu í kjöl­farið. Aðfaranótt föstu­dags mæld­ist á svipuðum slóðum skjálfti af stærðinni 3,5.

Áfram safnast upp kvika hægt og bítandi í Bárðarbungu, en engin merki eru um að gos sé á næsta leiti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert