Fundurinn notaður sem afsökun fyrir vopnavæðingu

Björn segir að almenningur eigi rétt á því að vita …
Björn segir að almenningur eigi rétt á því að vita hversu mörg skotvopn voru keypt af ríkislögreglustjóra. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Þingmaður Pírata seg­ir sjálfsagt að al­menn­ing­ur fái að vita hversu mörg skot­vopn rík­is­lög­reglu­stjóri keypti fyr­ir leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins. Þá seg­ir hann að svo virðist vera sem fund­ur­inn hafi verið notaður sem af­sök­un til að vopna­væða lög­regl­una. 

Úrsk­urðar­nefnd upp­lýs­inga­mála úr­sk­urðaði að rík­is­lög­reglu­stjóri þyrfti ekki að birta ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda skot­vopna eða skot­færa sem keypt voru fyr­ir fund­inn. Kostnaður­inn við skot­vopn og skot­færi nam í heild um 185 millj­ón­ir króna.

Þó lét nefnd­in rík­is­lög­reglu­stjóra af­henda mbl.is afmáða sölu­reikn­inga þar sem lítið kom fram annað en að hann hafði keypt Glock-skamm­byss­ur fyr­ir 29,5 millj­ón­ir króna af Veiðihús­inu Skakka.

Spyr hvar mörk­in liggja

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann velti því fyr­ir sér hvar mörk­in liggja er varðar tak­mark­an­ir á upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings vegna þjóðarör­ygg­is.

„Má gera það um kylf­ur, raf­byss­urn­ar, úðabrús­ana, fjölda lög­reglu­manna, fjölda sér­sveit­ar­manna eða hvar ligg­ur þjóðarör­ygg­is­lín­an hvað þetta varðar og af hverju ligg­ur hún þar?“ spyr Björn.

Finnst þér að al­menn­ing­ur eigi rétt á því að vita hversu mörg skot­vopn voru keypt og skot­færi?

„Já, tví­mæla­laust. Ég kaupi ekki þjóðarör­yggis­pakk­ann af þessu. Kannski ef við vær­um að þykj­ast vera með kjarn­orku­vopn eins og Ísra­el­ar þá kannski væri það skilj­an­legra. En ekki þegar það er verið að tala um skamm­byss­ur og svo fram­veg­is,“ seg­ir hann.

Mynd frá leiðtogafundi Evrópuráðsins.
Mynd frá leiðtoga­fundi Evr­ópuráðsins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Eng­inn til­gang­ur fyr­ir vopn­in eft­ir fund

Eins og fyrr seg­ir þá keypti rík­is­lög­reglu­stjóri vopn og skot­færi fyr­ir 185 millj­ón­ir króna. Eina sem rík­is­lög­reglu­stjóri gaf upp var að hann hefði meðal ann­ars keypt Glock-skamm­byss­ur og hálf­sjálf­virk­ar MP5-byss­ur. Þá voru tvær aðrar teg­und­ir skot­vopna sem rík­is­lög­reglu­stjóra var ekki gert að greina frá.

Miðað við verðið í Evr­ópu á fimmtu kyn­slóð af Glock 17 má áætla að rík­is­lög­reglu­stjóri hafi keypt um 300-400 skamm­byss­ur. Þá standa eft­ir 155 millj­ón­ir til ráðstöf­un­ar í MP5-byss­urn­ar, skot­færi og hinar tvær skot­vopna­teg­und­irn­ar sem voru ekki til­greind­ar.

Björn kveðst ekki vita hvaða ör­ygg­is­regl­ur hafi gilt á meðan fund­in­um stóð en seg­ir samt að það sé vænt­an­lega eng­inn til­gang­ur fyr­ir þenn­an fjölda vopna eft­ir fund.

„Þetta virt­ist frek­ar vera af­sök­un til þess að vopna­væða lög­regl­una. Að nota þenn­an fund til þess að stækka vopna­búrið. Ef þetta hefði verið bara fyr­ir fund­inn þá hefðu þau bara fengið það sem þau þurftu fyr­ir hann og svo skilað því, eða þvíum­líkt,“ seg­ir hann.

Þing­menn fengið tak­markaðar upp­lýs­ing­ar

Inn­kaup rík­is­lög­reglu­stjóra fóru ekki í gegn­um útboð á veg­um Rík­is­kaupa. Þess í stað tók RLS þá ákvörðun að fara í svo­nefnd bein samn­ings­kaup, þ.e. inn­kaupa­ferli án útboðs.

Tel­ur þú eðli­legt að það hafi ekki verið farið í útboð, það er til dæm­is verslað við ís­lensk­an aðila fyr­ir 30 millj­ón­ir.

„Allt svona bíður upp á vanga­velt­ur um spill­ingu. Það er ekki hægt að kom­ast hjá því að ásak­an­ir eða vanga­velt­ur um slíkt komi þegar ekki er farið í útboð með svona háar upp­hæðir. Þetta gæti verið til­fallandi hvernig hver varð val­inn og skýr­ing­ar þar á baki,“ seg­ir Björn.

Hann seg­ir ekki hægt að sjá hvort að gætt hafi verið að jafn­ræði við notk­un á fjár­mun­um hins op­in­bera miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem liggja fyr­ir. Þing­menn hafi fengið tak­markaðar upp­lýs­ing­ar um málið. 

„Það kom okk­ur á óvart hversu lítið aðgengi þing­menn virðast hafa að þessu. Ráðherra kannski, en svör­in sem ráðherra veitti voru dá­lítið á þann veg að þetta væri í hönd­um lög­regl­unn­ar. En það er stór­póli­tísk ákvörðun að vopn­væða lög­regl­una,“ seg­ir Björn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert