Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir frá kímilegu atviki í dagbók lögreglu, sem gildir frá klukkan 19 í gær til 7 í morgun.
Lögreglumenn höfðu ætlað sér að ná tali af manni vegna rannsóknar máls í 101 Reykjavík.
Maðurinn tók hins vegar til fótanna þegar lögregla reyndi að ræða við hann og hófst þá skömm eftirför lögreglu, sem endaði með því að maðurinn náðist.
Kom þá í ljós að hann var ekki grunaður um neitt brot „og gat hann sjálfur ekki gefið góðar skýringar á því af hverju hann hljóp frá lögreglu“.