Hnífamálin þrjú ekki talin tengjast hvert öðru

Ásgeir segir hnífaburð orðinn allt of algengan meðal fólks.
Ásgeir segir hnífaburð orðinn allt of algengan meðal fólks. Samsett mynd/Sigurður Bogi/Eggert Jóhannesson

„Þetta er bara það sem við erum búnir að vera að tala um opinberlega lengi, hnífaburður er bara orðinn allt of almennur hjá fólki.“

Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri inntur eftir upplýsingum um þrjár tilkynningar um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf í Vesturbænum í nótt.

Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna við að leysa verkefnin.

Einn situr í fangageymslu

Aðspurður segir Ásgeir ekki talið að málin séu tengd. Allur hnífaburður á almannafæri er óheimill.

Aðeins einn var handtekinn í kjölfar tilkynninganna og segir Ásgeir hann nú sitja í fangageymslu á meðan beðið er eftir að hann verði tekinn fyrir vegna brota á lögreglusamþykkt.

Hann segir atvikin ekki heldur talin tengjast þremur líkamsárásum sem áttu sér stað í gærkvöld og nótt. Þær hafi allar verið minniháttar og tengst skemmtanahaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert