Keypti líklega 300-400 skammbyssur af Sakka

Ríkislögreglustjóri vill hvorki upplýsa hversu margar skammbyssur voru keyptar né …
Ríkislögreglustjóri vill hvorki upplýsa hversu margar skammbyssur voru keyptar né hvert einingarverðið var á byssunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Embætti ríkislögreglustjóra hefur líklega keypt á bilinu 300-400 Glock-skammbyssur fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí á síðasta ári.

Embættið keypti Glock-skamm­byss­ur af fimmtu kynslóð eins og tíðkast í löggæslu í Evrópu og vestanhafs fyr­ir 29.490.300 krónur af Veiðihús­inu Sökku.

Ríkislögreglustjóri vill hvorki upplýsa hversu margar skammbyssur voru keyptar né hvert einingarverðið var á byssunum. Fjármálastjóri Sökku vildi ekki heldur upplýsa hvaðan veiðihúsið pantaði byssurnar.

Stykkið af Glock-17 á 529 evrur

Ef skoðaðar eru vefsíður hjá byssusölum eins og Gun Factory EU og Gun Store EU má sjá að fimmta kynslóð af Glock 17-skammbyssum kostar 529 evrur stykkið hjá báðum byssusölum með virðisaukaskatti.

Það eru 81.206 krónur á genginu í dag en lítill munur er á gengi krónunnar nú og þegar kaupin voru gerð 29. mars 2023.

Fyrir 29.490.300 krónur væri hægt að kaupa 363 skammbyssur á því verði. Þá er ekki tekinn með í reikninginn mögulegur magnafsláttur fyrir kaup á mörgum skammbyssum í einu.

Glock 17 skammbyssa.
Glock 17 skammbyssa. Ljósmynd/Wikimedia Commons/Ken Lunde (www.lundestudio.com)

Bera fyrir sig öryggi ríkisins og varnarmál

mbl.is var veittur mjög takmarkaður aðgangur að sölureikningum ríkislögreglustjóra eft­ir úr­sk­urð úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál. Voru nær allar upplýsingar á reikningunum afmáðar en sjá má reikningana á mbl.is.

Ríkislögreglustjóri vildi ekki birta gögnin og nefndin úrskurðaði að ríkislögreglustjóra yrði ekki gert að upp­lýsa fjölda keyptra skot­vopna og skot­færa fyr­ir lög­regl­una en upphæð kaupanna nam 185 millj­ón­um króna.

Eru helstu upp­gefnu ástæðurn­ar fyr­ir því bæði ör­yggi rík­is­ins og varn­ar­mál.

Að mati nefnd­ar­inn­ar verð­ur þannig að telja að upp­lýs­ing­ar um fjölda skot­vopna og skot­færa, sund­urliðað eft­ir gerðum vopn­anna, sem og upp­lýs­ing­ar um tækni­lega eig­in­leika fyrr­greindra ein­skots­byssa, kunni að nýt­ast þeim sem hafa í hyggju að fremja árás­ir eða til­ræði og að op­in­ber­un þess­ara upp­lýs­inga myndi því raska al­manna­hags­mun­um, seg­ir í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert