„Leitt að Samgöngustofa gerði þetta svona“

Flugstarfsemi flugfélagsins Ernis sameinast við starfsemi Mýflugs.
Flugstarfsemi flugfélagsins Ernis sameinast við starfsemi Mýflugs. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sig­urður B. Jóns­son, for­stjóri Ern­is og Mý­flugs, seg­ir svipt­ingu á flugrekstr­ar­leyfi Ern­is eng­an veg­inn hafa komið sér að óvör­um. Lengi hafi legið fyr­ir að færa flug­starf­semi Ern­is inn í Mý­flug.

„Þetta er bara part­ur af því að búa til eitt úr þess­um tveim­ur flug­fé­lög­um og búa til einn bæri­leg­an flugrek­anda sem að get­ur veitt góða þjón­ustu í áætl­un­ar­flugi.“

Þór­hild­ur Elín El­ín­ar­dótt­ir, sam­skipta­stjóri Sam­göngu­stof­unn­ar, greindi frá því í gær að Ern­ir upp­fyllti ekki leng­ur þær kröf­ur sem gerðar væru til hand­hafa flugrekstr­ar­leyfa.

Gat bara ekki haldið áfram

Innt­ur eft­ir því hvaða kröf­ur Ern­ir hafi ekki upp­fyllt seg­ir Sig­urður flug­fé­lagið í raun hafa verið búið að vinda ofan af sinni starf­semi.

„Við vor­um ekki bún­ir að skrá vél­ina yfir [á Mý­flug] en í raun­inni bún­ir að vinda þannig ofan af flug­starf­sem­inni að hún bara gat ekki haldið áfram,“ seg­ir Sig­urður. 

Seg­ir Sig­urður Erni lengi hafa staðið höll­um fæti í rekstri, en Mý­flug hafi einnig orðið fyr­ir nei­kvæðum áhrif­um þess að missa samn­ing um sjúkra­flug sem fyr­ir­tækið hafði sinnt í um 18 ár. Það hafi því legið í aug­um uppi að best væri að sam­eina flugrekst­ur þess­ara tveggja flug­fé­laga.

Fljúga til Hafn­ar næstu árin

Ern­ir er með samn­ings­bund­in verk­efni um flug til Hafn­ar í Hornafirði en Mý­flug mun taka við rekstri áætl­un­ar­flugs­ins. Ern­ir mun áfram starfa sem fyr­ir­tæki og þjón­usta Mý­flug.

Margt átti að smella sam­an um þessi mánaðamót að sögn Sig­urðar í samn­inga­gerð í tengsl­um við sam­ein­ing­una og áfram­hald­andi rekst­ur áætl­un­ar­flugs til Hafn­ar í Hornafirði.

„Þeir smullu nú reynd­ar sam­an fyr­ir utan að það var leitt að Sam­göngu­stofa gerði þetta svona en ekki ein­hvern veg­inn öðru­vísi,“ seg­ir Sig­urður.

„En þeir eru samt smolln­ir sam­an þannig að það er búið að taka til­boði Mý­flugs til næstu þriggja til fjög­urra ára í flug á Horna­fjörð og við erum að skrá flug­vél­ina sem Ern­ir hef­ur notað til okk­ar svo hún verður notuð áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka