Rústir mikið lýti á hverfinu

Nú þegar ár er liðið frá stórbruna við Hvaleyrarbraut í …
Nú þegar ár er liðið frá stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði má enn sjá uppi brunarústir. mbl.is/KHJ

Nú þegar ár er liðið frá stór­bruna við Hval­eyr­ar­braut í Hafnar­f­irði má enn sjá uppi bruna­rúst­ir.

Raun­ar virðist lítið sem ekk­ert hafa átt sér stað á svæðinu frá því slökkvilið og lög­regla yf­ir­gáfu vett­vang­inn í fyrra.

Allt í kring­um hús­a­rúst­irn­ar má sjá rusl, húsa­brak og bíl­hræ svo fátt eitt sé nefnt. Skammt frá má svo finna fjöl­menna íbúðabyggð.

Undr­andi á seina­gang­in­um

Íbúi í ná­grenn­inu seg­ist undr­andi á þeim mikla seina­gangi sem ein­kenni niðurrif og upp­bygg­ingu á reitn­um.

Um sé að ræða mikið lýti á hverf­inu og að enn leggi reglu­lega bruna­lykt yfir nær­liggj­andi byggð. Ekki feng­ust í gær upp­lýs­ing­ar um stöðu mála frá Hafn­ar­fjarðarbæ.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert