Rústir mikið lýti á hverfinu

Nú þegar ár er liðið frá stórbruna við Hvaleyrarbraut í …
Nú þegar ár er liðið frá stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði má enn sjá uppi brunarústir. mbl.is/KHJ

Nú þegar ár er liðið frá stórbruna við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði má enn sjá uppi brunarústir.

Raunar virðist lítið sem ekkert hafa átt sér stað á svæðinu frá því slökkvilið og lögregla yfirgáfu vettvanginn í fyrra.

Allt í kringum húsarústirnar má sjá rusl, húsabrak og bílhræ svo fátt eitt sé nefnt. Skammt frá má svo finna fjölmenna íbúðabyggð.

Undrandi á seinaganginum

Íbúi í nágrenninu segist undrandi á þeim mikla seinagangi sem einkenni niðurrif og uppbyggingu á reitnum.

Um sé að ræða mikið lýti á hverfinu og að enn leggi reglulega brunalykt yfir nærliggjandi byggð. Ekki fengust í gær upplýsingar um stöðu mála frá Hafnarfjarðarbæ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert