Áframhaldandi norðan kaldi eða strekkingur verður á landinu í dag og á morgun. Því fylgir rigning norðan heiða en yfirleitt verður bjart sunnan til, en líkur á síðdegisskúrum. Hiti 5-14 stig.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
Þar segir að á morgun kólni heldur á norðanverðu landinu, einkum til fjalla. Líklega verði „slydda eða snjókoma á einhverjum fjallvegum og því nauðsynlegt fyrir ferðalanga að sína aðgát.“