Þrjú hnífamál í Vesturbænum: Sérsveitin kölluð til

Sérsveit ríkislögreglustjóra. Mynd úr safni.
Sérsveit ríkislögreglustjóra. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í þremur aðskildum verkefnum í Vesturbænum þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem gildir frá klukkan 19 í gærkvöldi til klukkan 7 í morgun.

Einn var handtekinn í einu af þessum þremur málum.

Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í að leysa verkefnin. 

Þrjár minniháttar líkamsárásir

Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að þrjár minniháttar líkamsárásir hafi verið skráðar. Tvær af þeim voru tengdar skemmtanahaldi.

Þá þurftu þrír að gista gista fangageymslur vegna ónæðis sem þeir sköpuðu í miðborginni, vegna ölvunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert