Undirskriftalisti settur á fót til stuðnings Helga

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að setja á fót undirskriftalista á island.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara, þar sem ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga.

„Við undirrituð skorum á dómsmálaráðherra að hafna erindi Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um að veita Helga Magnús [þgf.] Gunnarsson [þgf.] vararíkissaksóknara lausn um stundarsakir,“ segir í undirskriftalistanum sem ber heitir „Styðjum vararíkissaksóknara!“

Í síðasta mánuði lagði rík­is­sak­sókn­ar­inn Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir til við dóms­málaráðherra að Helgi Magnús yrði leyst­ur frá störf­um tíma­bundið.

„Virðast geta beitt þöggun með valdi“

Björn Davíðsson er ábyrgðarmaður fyrir undirskriftalistanum og á Facebook kynnir hann sig sem bernskuvin Helga.

„Mér blöskrar hvernig embættismenn eins og ríkissaksóknari virðast geta beitt þöggun með valdi,“ skrifar hann á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka