Á fjórða þúsund skrifað undir til stuðnings Helga

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á fjórða þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista til stuðnings Helga Magnúsi Gunnars­syni vara­rík­is­sak­sókn­ara, þar sem rík­is­sak­sókn­ari hef­ur óskað eft­ir því að hann verði leyst­ur af störf­um vegna ummæla hans.

Björn Davíðsson er ábyrgðarmaður fyr­ir und­ir­skriftal­ist­an­um sem ber heitið „Styðjum vararíkisaksóknara!“. Klukkan 22.17 að sunnudagskvöldi höfðu 3.719 skrifað undir.

„Við und­ir­rituð skor­um á dóms­málaráðherra að hafna er­indi Sig­ríðar J. Friðjóns­dótt­ur rík­is­sak­sókn­ara um að veita Helga Magnús [þgf.] Gunn­ars­son [þgf.] vara­rík­is­sak­sókn­ara lausn um stund­ar­sak­ir,“ seg­ir á island.is um undirskriftasöfnunina.

Í síðasta mánuði lagði rík­is­sak­sókn­ar­inn Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir til við dóms­málaráðherra að Helgi Magnús yrði leyst­ur frá störf­um tíma­bundið sök­um þess að hann hefði ekki bætt ráð sitt eft­ir að hann var áminnt­ur fyr­ir tveim­ur árum fyr­ir orðfæri sitt í op­in­berri umræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert