Horfur á lægra matvöruverði á Íslandi

Samsett mynd/Íris Dögg Einarsdóttir/ASÍ

„Prís er í langflestum tilfellum ódýrari,“ segir Benjamín Julian Dagsson, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, um nýjasta samkeppnisaðilann meðal lágvöruverslana.

Hann segir verslunina klárlega brjóta upp stöðu á markaðnum sem hafi lengi verið sú sama þar sem Bónus sé ódýrast og þar á eftir Krónan.

„Það finnst mér liggja beint við. Bónus segir að þau vilji vera ódýrasta verslun landsins og núna eru þau það ekki.“ 

Samkeppnin virðist þegar farin að þrýsta á, til að mynda Bónus sem hafi strax í gærmorgun lækkað verð á nokkrum vörum. 

Samanburður á 251 vöru sem fékkst í Krónunni, Bónus og …
Samanburður á 251 vöru sem fékkst í Krónunni, Bónus og Pris í gær. Prósentan sýnir hversu mikið dýrari vörur í búðinni eru að meðaltali en þar sem þær eru ódýrastar. Graf/Benjamín Julian

Horfur á bjartari tímum

Spurður hvort lægra matvöruverð sem þetta sé fýsilegt til lengri tíma segir Benjamín það eitthvað sem Bónus og Prís verði að gera upp við sig.

Er lægra matvöruverð á Íslandi loksins í vændum?

„Þetta er svolítið merkilegt. Það var talað um í síðasta mánuði að matvöruverð hefði hækkað mjög mikið. Í þessum mánuði erum við að sjá matvöruverð lækka. Það er sem sagt búið að vera að gerast síðustu vikur,“ segir Benjamín.

„Svo bætist þetta við þannig já það eru horfur á bjartari tímum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert