„Hér í Dölum er næga vinnu að hafa og fleiri hendur vantar á dekk. Við viljum líka frekari fjölbreytni í atvinnulífinu en til þess þurfum við fólk. Forsenda þess er þá að nægt húsnæði sé í boði,“ segir Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri í Dalabyggð.
Vinna við gerð deiliskipulags á svonefndu Hvammasvæði syðst í byggðinni á í Búðardal er á lokametrunum og um 20 lóðir þar, fyrir einbýlis-, par- og raðhús, verða lausar til umsóknar innan tíðar. Einnig er unnið að uppfærðu deiliskipulagi í Búðardal öllum.
Nokkuð hefur verið byggt af leiguhúsnæði á síðustu misserum í Búðardal, þar sem íbúar eru nú um 250. Sé Dalabyggð talin eru íbúar nú um 660 og er fjölgunin í ár er um 1%.
Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.