Starfsfólki Marine Collagen sagt upp

Marine Collagen var með starfsemi sína í Grindavík.
Marine Collagen var með starfsemi sína í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsfólki nýsköpunarfyrirtækisins Marine Collagen í Grindavík hefur verið sagt upp störfum.

Þetta staðfestir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Marine Collagen, í samtali við mbl.is. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Vilja svör

Starfsfólkinu var sagt upp í sumar. Þau klára öll uppsagnarfrest sinn í þessum mánuði. Alls störfuðu sextán manns hjá fyrirtækinu, en Erla er eini starfsmaðurinn sem heldur störfum áfram.

Erla segir húsnæði fyrirtækisins í Grindavík ónothæft. Þá hafi ekki fengist svör um það hvort húsið fáist bætt eða það verði keypt af ríkinu.

„Við vorum að vonast til að við værum komin með einhver svör núna,“ segir Erla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert