Sundlaugunum lokað vegna heitavatnsleysis

Sundlaugar víða munu loka vegna heitavatnsleysis.
Sundlaugar víða munu loka vegna heitavatnsleysis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sundlaugar í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi verða lokaðar á meðan heitavatnslaust er þar í næstu viku.

Heitavatnslaust verður á stóru svæði frá mánudagskvöldi til hádegis á miðvikudegi.

Jakob Þorsteinsson, forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs, segir að þau muni loka hálftíma fyrr á morgun, klukkan 21.30, og opna í síðasta lagi aftur klukkan 18 á miðvikudag. Líkamsrækt þeirra muni þó áfram vera opin.

Hermann S. Jónsson, tækjavörður hjá Sundhöll Hafnarfjarðar, segir sömuleiðis að sundlaugar Hafnarfjarðar verði lokaðar á meðan það er heitavatnslaust.

Kristján Hilmarsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Garðabæ, segir sundlaugar Garðabæjar loka á mánudagskvöld og opna aftur á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert