Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fundaði með Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmanni demókrata, á Hótel Borg í miðbæ Reykjavíkur.
Þórdís deildi mynd af sér og Gillibrand á Instagram í gær. Þakkaði Þórdís Gillibrand fyrir gott spjall og sagðist hlakka til að spjall við hana aftur.
Gillibrand varð öldungadeildarþingmaður árið 2009, þá 42 ára. Hún tók við sæti Hilary Clinton sem tók við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama.
Í mars 2019 tilkynnti Gillibrand um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, en hún dró framboðið til baka í ágúst sama ár. Eins og þekkt er hlaut Joe Biden tilnefningu demókrata og varð forseti Bandaríkjanna eftir baráttu við Donald Trump.