Verulegar áhyggjur af rjúpunni

Að sögn Náttúrufræðistofnunar kemur léleg viðkoma rjúpu í sumar til …
Að sögn Náttúrufræðistofnunar kemur léleg viðkoma rjúpu í sumar til með að hafa neikvæð áhrif á stærð veiðistofnsins í haust. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar hafa verulegar áhyggjur af stöðu rjúpnastofnsins eftir að talningar í júlí sýndu slæma viðkomu stofnsins á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi. Í öðrum landshlutum var hún í slöku meðallagi.

Samkvæmt talningu á Norðausturlandi voru 4,5 ungar á kvenfugl, á Vestfjörðum 5,2, Austurlandi 5,2, Suðurlandi 6, Vesturlandi 6,3 og á Norðvesturlandi 6,3.

Að sögn Náttúrufræðistofnunar kemur léleg viðkoma rjúpu í sumar til með að hafa neikvæð áhrif á stærð veiðistofnsins í haust. Stofnunin telur lélega viðkomu líklegast skýrast af hreti sem reið yfir landið í byrjun júní og á milli júní og júlí. Talið er að um norðanvert landið hafi líklega allar rjúpur verið búnar að verpa og legið á eggjum þegar hretið skall á í byrjun júní.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert