Skjálftavirkni á Reykjanesskaga er smátt og smátt að aukast. Landris er nokkuð stöðugt.
„Við erum bara að bíða,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Sigríður segir Veðurstofuna fylgjast grannt með stöðunni á Reykjanesskaga, en ekkert bendi til þess að eldgos sé meira yfirvofandi í dag en síðustu daga.
„Það er bara sama staða. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé meira yfirvofandi í dag en í gær.“