Vinstri græn fordæma ákvörðun Bjarna

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, ásamt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinstri græn fordæma ákvörðun Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, um að frysta tímabundið greiðslur til Palestínuflótta­mannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UN­RWA).

Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Vinstri grænna. 

„Flokksráðsfundur VG fordæmir ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra Íslands að styðja atlögu Ísraelsríkis að mannúðaraðstoð á Gaza með yfirlýsingu um að frysta fjárframlög til Flóttamannaaðstoðarinnar,“ segir í ályktuninni. 

Eins og fram hef­ur komið stöðvaði ut­an­rík­is­ráðuneytið tímabundið greiðslur til UN­RWA í janúar eft­ir að grun­ur lék á því að starfs­menn á veg­um aðstoðar­inn­ar hafi tekið þátt í hryðju­verka­árás á Ísra­el í októ­ber. Bjarni hóf svo á ný greiðslur til UNRWA í mars.

Viðbrögð vestrænna ríkja fordæmd

Eftir að hafa rannsakað málið tilkynntu Sam­einuðu þjóðirn­ar í byrjun mánaðar að níu starfs­menn UN­RWA hefðu „að öll­um lík­ind­um“ átt aðild að stór­felldri hryðju­verka­árás Ham­as á Ísra­el, þann 7. októ­ber 2023, þar sem hátt í 1.200 voru myrt­ir, og á þriðja hundrað gísl­ar tekn­ir.

Í ályktuninni eru „stríðsglæpir“ Ísraelshers á Gasa fordæmdir og viðbrögð vestrænna ríkja við stríðinu sömuleiðis fordæmd. 

„Fundurinn krefst þess að Ísrael fari að alþjóðalögum, láti tafarlaust af hernaði á Gaza, yfirgefi landtökubyggðir og hætti landtöku á palestínskum svæðum,“ segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert