Annar skjálfti af stærri gerðinni

Kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi.
Kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skjálfti af stærðinni 2,4 mældist norðan Grindavíkur, við Hagafell rétt austur af Þorbirni, klukkan 13.25 í dag.

Jarðskjálftinn er sá stærsti sem riðið hefur þar yfir frá því álíka stór skjálfti, 2,5 að styrkleika, mældist þar um hádegi í gær.

Þá hafði ekki jafnstór skjálfti mælst frá því síðasta eldgos við Sundhnúkagíga hófst í maí.

Hér má fylgjast með beinni útsendingu vefmyndavéla mbl.is:

Eldgos eða kvikuhlaup getur hafist hvenær sem er

Jarðvísindamenn telja að eldgoss eða kvikuhlaups megi vænta á hverri stundu, en sú staða hefur verið uppi síðustu daga.

Skjálft­um hefur fjölgað dag frá degi í kring­um Sund­hnúkagígaröðina.

Um 110 skjálft­ar mæld­ust í gær, 18. ág­úst, en í síðustu viku voru þeir um 60 til 90 á sól­ar­hring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert