Bjarni nýr Íslandsmeistari

Fjölmenni tók þátt í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í hrútadómum sem …
Fjölmenni tók þátt í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í hrútadómum sem haldin var í gær.

Árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum fór fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í gær.

Þetta er í 20. skipti sem keppnin fer fram en Strandamenn fundu upp keppnina fyrir tveimur áratugum.

Ekki er um að ræða keppni á milli hrúta eins og í hrútasýningum heldur er keppt um að meta hrútana út frá þukli og hyggjuviti.

Hrútadómar fara þannig fram að ráðunautur fer fyrir dómnefnd sem metur fjóra íturvaxna hrúta með nútímatækjum og -tólum og raðar þeim í gæðaröð. Keppendur reyna sig svo við matið á hrútunum með hyggjuvitið og hendurnar einar að vopni og reyna að komast að sömu niðurstöðu og dómararnir.

Alls kepptu 65 þátttakendur á mótinu í ár. 25 voru í flokki vanra þuklara og 40 í flokki óvanra.

Í flokki vanra var það Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum sem bar sigur úr býtum. Hann er því nýr Íslandsmeistari í hrútadómum og fór heim með verðlaunagripinnHorft til himins til varðveislu í eitt ár.

Í flokki óvanra sigraði Andri Snær Björnsson á Ytri-Hóli í Austur-Húnavatnssýslu.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert