Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo aðila sem grunaðir eru um að hafa siglt báti undir áhrifum áfengis.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Dagbókin nær til verkefna lögreglu á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Þá barst lögreglunni tilkynning um hóp barna vera að sprengja flugelda í hverfi 108 en samkvæmt lögum er það óheimilt á þessum árstíma. Þá var tilkynnt um ölvuð ungmenni í sama hverfi.
Þrír gista fangageymslur eftir nóttina.