Harma stöðuna í máli Skagans 3X

Í yfirlýsingu frá bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kemur fram að kallað er …
Í yfirlýsingu frá bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kemur fram að kallað er eftir málefnalegri umræðu og samtali um staðsetningu fyrirtækisins Skagans 3X á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarstjórn Akraness harmar þá stöðu sem komin er upp í málum Skagans 3X og hvetur málsaðila til samninga svo starfseminni geti verið haldið áfram á Akranesi.

Í yfirlýsingu sem bæjarstjórn sendi á fjölmiðla fyrr í kvöld kemur fram að frá því í lok maí hafi bærinn átt í viðræðum við stjórnendur Skagans 3X um fjárhagsvanda félagsins. Kaupstaðurinn hafi verið tilbúinn að styðja við aðgerðir svo unnt yrði að halda starfseminni áfram, sem ekki tókst.

Vonbrigðin hafi verið mikil þegar félagið var lýst gjaldþrota 4. júlí.

Bæjarstjórn lagði upp með endurreisn fyrirtækisins á Akranesi með hagsmuni starfsmanna og alls bæjarins að leiðarljósi. Fjöldi aðila hafa komið að umræðum um máið.

Mikilvægi málefnalegrar umræðu

Í yfirlýsingunni segir einnig að ekki hafið komið til viðræðna milli Akraneskaupstaðar og skiptastjóra félagsins líkt og stungið hafi verið upp á. Viðræðurnar áttu að snúast um framtíðarstaðsetningu fyrirtækisins á Akranesi.

Bæjarstjórn harmar þá stöðu sem uppi er í málinu og hvetur málsaðila til samninga svo starfseminni geti verið haldið áfram á Akranesi.

Þá hvetur bæjarstjórn enn fremur til málefnalegrar umræðu þar sem málið snerti marga og þá helst starfsmenn fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert