Kolkrabbinn kominn til Reykjavíkur

Snekkjan Octopus liggur hér við Faxagarð með Hörpu í baksýn. …
Snekkjan Octopus liggur hér við Faxagarð með Hörpu í baksýn. Við hlið snekkjunnar má sjá varðskipið Þór sem er nú engin smásmíði. mbl.is/Árni Sæberg

Glæsisnekkjan Octopus liggur nú við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan er í eigu sænska auðkýfingsins Roger Samuelsson sem á meirihluta í svissneska lyfjafyrirtækinu SHL Medical.

Snekkjan var sjósett fyrst árið 2003 og er samkvæmt vefsíðunni Superyachts sú 26. stærsta í heiminum í dag. Octopus er 126 metra löng hef­ur að geyma tvær þyrl­ur, fjar­stýrð köf­un­ar­tæki og kaf­bát.  

Áður í eigu Microsoft-auðkýfings

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem snekkjan kemur við á Íslandi en seinast kom hún árið 2015 og var þá í eigu Paul Allen sem er einn af stofnendum Microsoft og lét smíða snekkjuna á sínum tíma. 

Allen lést árið 2018 og var Octopus auglýst til sölu árið 2019 eftir að hafa gengið í gegnum endurnýjun frá árinu 2018. Svíinn Samuelsson keypti hana svo árið 2021. 

Ekki vitað hvort Samuelsson sé farþegi um borð í snekkjunni sem kom til landsins klukkan hálf átta í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert