Kynna gestum nýja upplifun

Helga Margrét Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon.
Helga Margrét Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. mbl.is/Hákon

Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi hefur verið stækkað og því breytt. Þjónusta, sem hingað til hefur verið nefnd sjö skrefa Ritúal fær nýtt nafn, Skjól, og verður innifalin í aðgangi allra gesta.

Þá fá skrefin, sem hingað til hafa borið ensk heiti, nú íslensk nöfn. Breytingarnar verða afhjúpaðar á fimmtudaginn.

„Þegar að við opnuðum lónið sáum við viðbrögð gesta við þessu sjö skrefa ritúali sem við höfum boðið upp á og það er búið að vera virkilega ánægjulegt að sjá hvað fólk hefur notið þess að koma. Við vildum dýpka þessa upplifun og sjá til þess að allir geti notið þess að fara í ritúalið og halda áfram þessari vegferð að upphefja íslenska baðmenningu, sögu og arfleið okkar, með því að bjóða upp á þessa upplifun fyrir alla gestina,“ segir Helga María Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, í samtali við Morgunblaðið.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert