Ók í gegnum rúðu

Ökumaður fólksbíls var handtekinn eftir að hann ók bifreið í …
Ökumaður fólksbíls var handtekinn eftir að hann ók bifreið í gegnum rúðu í verslunarkeðju við Staðarberg í Hafnarfirði í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaður fólksbíls var handtekinn eftir að hann ók bifreið í gegnum rúðu í verslunarkeðju við Staðarberg í Hafnarfirði í morgun.

Ökumaðurinn slapp ómeiddur en talsverðar skemmdir urðu á bílnum sem og húsnæðinu. Að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði, var ökumaður bifreiðarinnar eitthvað utangátta. Hann er ekki grunaður um ölvun við akstur en hugsanlegt er að hann hafi verið undir áhrifum lyfja.

Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og yfirheyrslu og honum var síðan sleppt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert