Rafskútur til kasta nefndar

Samkvæmt umferðarlögum tilheyra vélknúin hlaupahjól flokki reiðhjóla.
Samkvæmt umferðarlögum tilheyra vélknúin hlaupahjól flokki reiðhjóla. mbl.is/Árni Sæberg

Málum sem skotið hefur verið til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum og tengjast rafhlaupahjólum hefur farið fjölgandi síðustu misseri.

Þóra Hallgrímsdóttir, formaður nefndarinnar, segir álitamálin mismunandi en oft snúist þau um hvernig skilgreina eigi rafhlaupahjól. Samkvæmt umferðarlögum tilheyra vélknúin hlaupahjól flokki reiðhjóla og getur það haft áhrif á niðurstöðu nefndarinnar þegar kemur að úrskurði um bætur vegna slysa.

Þá hafa mál sem tengjast háttsemi ökumanna hjólanna komið til kasta nefndarinnar og tryggingafélög hafa meðal annars neitað að greiða bætur vegna þess að ökumenn eru yngri en 18 ára og voru einnig með farþega á hjólinu. Úrskurðarnefndin bendir hins vegar á að í umferðarlögum og reglugerð sé ekki gerð krafa um tiltekin ökuréttindi til að stjórna reiðhjólum og ekki er skýrlega kveðið á um bann við því að aka með farþega á reiðhjóli.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert