Þrjár sundlaugar í Reykjavík verða lokaðar í vikunni. Er það meðal annars vegna framkvæmda Veitna.
Framkvæmdirnar hafa áhrif á Breiðholtslaug og Árbæjarlaug. Árbæjarlaug var lokað 16. ágúst og stefnt er að opnun 22. ágúst. Breiðholtslaug verður lokað á morgun og á miðvikudag.
Sundlaugar í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi verða einnig lokaðar á meðan framkvæmdirnar standa yfir.
Þá verður einnig lokað í Vesturbæjarlaug í dag og verður lokað þar til og með 23. ágúst vegna fyrir fram skipulagðra framkvæmda. Laugin opnar aftur 24. ágúst.
Þær sundlaugar sem opnar eru í Reykjavík eru Laugardalslaug, Sundhöll Reykjavíkur, Grafarvogslaug, Dalslaug og Klébergslaug.