Tveir nýir sjóðir fyrir listamenn

Lilja þakkar öflugu menntakerfi og stuðningi í formi listamannalauna, sem …
Lilja þakkar öflugu menntakerfi og stuðningi í formi listamannalauna, sem hafa verið veitt síðan 1886, fyrir blómstrandi listalíf Íslendinga. mbl.is/Eyþór

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti í dag breytingar á lögum um listamannalaun sem voru samþykktar á vorþingi.

Starfslaun listamanna hafa áður verið veitt úr sex mismunandi sjóðum fyrir hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðlistarmenn, flytjendur og tónskáld. 

Með lagabreytingunum bætast við tveir nýir sjóðir, svonefndur vegsemdarsjóður annars vegar og sjóður fyrir kvikmyndahöfunda hins vegar. 

Vegsemdarsjóðurinn aðskilinn heiðurslaunum

Vegsemdarsjóðurinn er ætlaður listamönnum yfir 67 ára aldur. Lilja segir í samtali við mbl.is að með sjóðnum sé verið að horfa til þeirra sem hafa varið lífinu í listsköpun og að hann sé tilkominn, meðal annars, vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. 

Hún segir sjóðinn aðskilinn heiðurslaunum listamanna sem Alþingi veitir. „Það er auðvitað ekki mikið um nýliðun þar. Það er bara þegar einhver fellur frá,“ segir Lilja og segir sjóðinn þverfaglegan. „Þetta er að mínu mati tímabært.“

Burt séð frá fjölgun úthlutuna með nýju sjóðunum, segir Lilja …
Burt séð frá fjölgun úthlutuna með nýju sjóðunum, segir Lilja að ekki standi til að fjölga úthlutunum starfslauna. mbl.is/Eyþór

Hækka launin um 31 þúsund

Lilja segir starfslaun listamanna koma til með að hækka um 31 þúsund krónur eða úr 507.000 kr. í 538.000 kr.

Burt séð frá fjölgun úthlutuna með nýju sjóðunum, segir Lilja að ekki standi til að fjölga úthlutunum starfslauna.

„Þetta er auðvitað talsverð fjölgun og aukning með þessa tvo sjóði,“ segir Lilja. 

Hún þakkar öflugu menntakerfi og stuðningi í formi listamannalauna, sem hún bendir á að hafa verið veitt frá árinu 1886, fyrir blómstrandi listalíf Íslendinga. „Ástæðan fyrir þessum mikla árangri er gott menntakerfi og þetta kerfi sem við erum búin að þróa síðan á þarsíðustu öld,“ segir Lilja að lokum.

Með breytingum á lögum bættast við tveir nýir sjóðir, svonefndur …
Með breytingum á lögum bættast við tveir nýir sjóðir, svonefndur vegsemdarsjóður annars vegar og sjóður fyrir kvikmyndahöfunda hins vegar. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert