Andlát: Jónas A. Aðalsteinsson

Jónas A. Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður lést föstudaginn 16. ágúst sl. níræður að aldri. Hann var fæddur 25. maí 1934 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Elísabet María Jónasdóttir húsmæðrakennari, f. 21. júlí 1893, d. 15. apríl 1978, og Aðalsteinn Pálsson, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 3. júlí 1891, d. 11. janúar 1956.

Jónas lauk stúdentsprófi frá MA árið 1955 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1962. Hann fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1963 og fyrir Hæstarétti árið 1968.

Jónas starfaði eftir útskrift í skamma hríð sem fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík og síðan sem lögfræðingur hjá Seðlabanka Íslands 1964-1965. Árið 1965 stofnaði Jónas ásamt öðrum lögmannsstofu sem fékk síðar heitið LEX árið 1987. Jónas var formaður stjórnar LEX 1997-2004. Jónas starfaði sem lögmaður allt til dánardags.

Jónas gegndi mörgum félags- og trúnaðarstörfum á langri starfsævi. Hann sat í stjórn Lögmannafélags Íslands árin 1967-1969 og 1979-1981. Þá sat hann í ýmsum nefndum félagsins. Jónas var einnig varamaður í stjórn gerðardóms Verslunarráðs Íslands um nokkurra ára bil frá stofnun hans 1980.

Þá sat Jónas í stjórnum fjölmargra félaga, bæði hérlendis og erlendis.

Jónas var forseti Rótarýklúbbsins Görðum 1978-1979, og einn stofnenda Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði og formaður fyrstu stjórnar hans.

Eftirlifandi eiginkona Jónasar er Guðrún Ragnhildur Eiríksdóttir, f. 24. apríl 1934. Börn þeirra eru þrjú: Elísabet María, f. 10. september 1958, maki hennar er Pétur Ástvaldsson, f. 15. maí 1959; Lilja, f. 2. ágúst 1963, maki hennar er Páll Björnsson, f. 16. júlí 1963; Aðalsteinn Egill, f. 18. desember 1966, maki hans er Ásdís Halla Bragadóttir, f. 6. júlí 1968. Barnabörn þeirra Jónasar og Guðrúnar Ragnhildar eru níu og langafabörnin sjö.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert