Vinna við tenginu Suðuræðar 2, nýrrar flutningsæðar hitaveitu inn á höfuðborgarsvæðið, gengur vel og er samkvæmt áætlun. Þetta segir Rún Ingvarsdóttir, samskiptastjóri Veitna í samtali við mbl.is.
Á heimasíðu Veitna má fylgjast með framgangi mála en þar kemur fram að vatni hafi þegar verið hleypt á í Almannadal og á Hólmsheiði.
„Almannadalur og Hólmsheiði ættu að vera komin með fullan þrýsting á heita vatnið hjá sér. Önnur vinna er samkvæmt áætlun og verður uppfært hér eftir því sem fram vindur,“ segir í tilkynningu frá Veitum á síðunni.