Ekki allir sem fá uppsafnað orlof

Formaður Sameykis segir að komið sé fordæmi fyrir því að …
Formaður Sameykis segir að komið sé fordæmi fyrir því að orlof fyrnist ekki hjá Reykjavíkurborg og félagið muni taka á því. mbl.is/Ómar

Stétt­ar­fé­lagið Sam­eyki hef­ur fengið ábend­ing­ar frá starfs­mönn­um Reykja­vík­ur­borg­ar um að þeir hafi ekki fengið or­lof greitt aft­ur í tím­ann. Þetta staðfest­ir Þór­ar­inn Eyfjörð formaður Sam­eyk­is sem seg­ir þessi mál til skoðunar.

„Við höf­um fengið ábend­ing­ar um að or­lofs­inn­eign hafi horfið út úr kerf­inu. Við erum að vinna með þær og erum rétt að hefja þá vinnu. Við erum ekki kom­in lengra en að fá staðfest­ingu okk­ar fé­lags­manna á að slíkt hafi átt sér stað og hvernig það hafi komið til,“ seg­ir Þór­ar­inn.

Hvað tek­ur sú vinna lang­an tíma?

„Það er ekki gott að segja því það get­ur verið flækj­u­stig í þessu. Ef kraf­an er fyrnd þá hef­ur hún þurrk­ast út úr launa­kerfi borg­ar­inn­ar og það get­ur tekið ein­hvern tíma að fá upp­lýs­ing­ar um það. Á þess­um tíma­punkti er kom­in upp ákveðin óvissa og við þurf­um ein­hvern tíma til að ná föstu landi und­ir fæt­ur.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka