Stéttarfélagið Sameyki hefur fengið ábendingar frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um að þeir hafi ekki fengið orlof greitt aftur í tímann. Þetta staðfestir Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis sem segir þessi mál til skoðunar.
„Við höfum fengið ábendingar um að orlofsinneign hafi horfið út úr kerfinu. Við erum að vinna með þær og erum rétt að hefja þá vinnu. Við erum ekki komin lengra en að fá staðfestingu okkar félagsmanna á að slíkt hafi átt sér stað og hvernig það hafi komið til,“ segir Þórarinn.
Hvað tekur sú vinna langan tíma?
„Það er ekki gott að segja því það getur verið flækjustig í þessu. Ef krafan er fyrnd þá hefur hún þurrkast út úr launakerfi borgarinnar og það getur tekið einhvern tíma að fá upplýsingar um það. Á þessum tímapunkti er komin upp ákveðin óvissa og við þurfum einhvern tíma til að ná föstu landi undir fætur.“
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag