Engin merki um gosóróa

Um sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina síðastliðinn …
Um sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina síðastliðinn sólarhring. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Um sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina síðastliðinn sólarhring, þar af um 15 eftir miðnætti.

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Hann segir engin merki um gosóróa.

„Við bíðum bara eftir því að eitthvað gerist hvenær sem það verður,“ segir Bjarki.

Flestir jarðskjálftanna voru um einn að stærð en tveir hafa mælst yfir tveimur að stærð í nótt og í morgun. Sá stærri var 2,4 samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert