Engin merki um gosóróa

Um sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina síðastliðinn …
Um sextíu jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina síðastliðinn sólarhring. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Um sex­tíu jarðskjálft­ar hafa mælst í kviku­gang­in­um við Sund­hnúkagígaröðina síðastliðinn sól­ar­hring, þar af um 15 eft­ir miðnætti.

Þetta seg­ir Bjarki Kaldalóns Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir eng­in merki um gosóróa.

„Við bíðum bara eft­ir því að eitt­hvað ger­ist hvenær sem það verður,“ seg­ir Bjarki.

Flest­ir jarðskjálft­anna voru um einn að stærð en tveir hafa mælst yfir tveim­ur að stærð í nótt og í morg­un. Sá stærri var 2,4 sam­kvæmt óyf­ir­förn­um niður­stöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert