„Fór betur en á horfðist“

Umferðaróhapp varð við Olís á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt á ellefta …
Umferðaróhapp varð við Olís á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt á ellefta tímanum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðaróhapp varð við Olís á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt á ellefta tímanum í morgun en þar skullu saman flutningabíll og fólksbíll.

„Þetta fór betur en á horfðist í fyrstu og var ekki eins alvarlegt og það hljómaði í byrjun,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, í samtali við mbl.is en lögreglunni barst tilkynning um óhappið klukkan 10.34.

Hann segir óljóst um tildrög árekstursins og hann viti ekki á þessari stundu hvort einhverjir hafi verið fluttir á slysadeild en ökumaður fólksbifreiðarinnar gekk sjálfur út úr bifreiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert