Gæsirnar í sigti veiðimanna

Veiðar á gæs eru leyfðar hérlendis fram í miðjan mars.
Veiðar á gæs eru leyfðar hérlendis fram í miðjan mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gæsaveiðitímabilið hefst í dag og stendur til 15. mars. Tegundirnar sem heimilt er að veiða eru grágæs og heiðagæs.

„Við vitum ekki nákvæmlega hver staðan er því við eigum eftir að fá tölur úr talningu en það er engin ástæða til annars en að ætla að staðan sé svipuð og undanfarin ár,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, spurður um stöðuna á grágæsastofninum. Síðasta ár var innleitt sölubann á grágæs og má búast við að bannið verði áfram.

„Það virðist hafa borið talsvert góðan árangur. Ég hef séð bráðabirgðatölur frá Umhverfisstofnun og þær benda til að verulegur samdráttur hafi verið í grágæsaveiði. Stemmir það við það sem ég hafði rekið mig á því ég hef safnað vængjum frá veiðimönnum og er að fá 10% af veiðinni. Í fyrrahaust var samdráttur sem var tilgangurinn með sölubanninu.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert