Göngustígar liggja undir stórskemmdum

Stefán segir göngustígana meira og minna stórskemmda en eins og …
Stefán segir göngustígana meira og minna stórskemmda en eins og myndir gefa til kynna eru þeir að mestu mold. Ljósmynd/Stefán Geir Gunnarsson

Göngustígar á Stórhöfða í Vestmannaeyjum eru margir hverjir komnir að þolmörkum og liggja undir stórskemmdum. Stefán Geir Gunnarsson sem kveðst þekkja Stórhöfða og aðstæður þar utanbókar vekur athygli á þessu í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Stefán bendir á að Lionsklúbbar hafi reist útsýnishús fyrir lundaskoðun í Eystri-Rauf árið 2005 og endurbætt það á síðasta ári. Forstöðumaður hússins beitti sér fyrir lagfæringu á göngustíg að húsinu fyrir skömmu, en Stefán segir alla aðra göngustíga á Stórhöfða án viðhalds. 

Segir stígana meira og minna í rúst

Hann segir göngustígana meira og minna í rúst og eins og myndir gefa til kynna eru þeir að mestu í grasbrekkum sem auðveldlega geta orðið að svaði í votveðri. 

Stefán nefnir einnig að til sé 11 milljóna króna styrkur frá í vor til framkvæmda á svæðinu, en að hann sé vonlítill um að farið verði í þær. Leggur hann til að leiðum verði lokað að hluta þar sem ástandið er verst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert