Gul viðvörun vegna hvassviðris

Gul viðvörun tekur gildi á Suðausturlandi klukkan 11 í fyrramálið.
Gul viðvörun tekur gildi á Suðausturlandi klukkan 11 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland á morgun vegna hvassviðris.

Spáð er norðaustan 13-20 m/s vestantil á svæðinu með snörpum vindhviðum við fjöll eins og í Mýrdal og í Öræfum. Á þessu svæði getur orðið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Viðvörunin tekur gildi klukkan 11 í fyrramálið og verður í gildi til klukkan 21.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert