Heiðrún Lind tekjuhæst hjá hagsmunasamtökum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Sigurður Hannesson og Sigríður Margrét Oddsdóttir.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Sigurður Hannesson og Sigríður Margrét Oddsdóttir. Samsett mynd

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er tekjuhæst á lista tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir einstaklinga sem starfa fyrir hagsmunasamtök eða aðila vinnumarkaðarins. 

Heiðrún Lind var með um 4,8 milljónir kr. á mánuði í fyrra samkvæmt blaðinu. Næstur á eftir kemur Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, með um 4,4 milljónir kr. á mánuði. 

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er svo í þriðja sæti með um 4,2 milljónir á mánuði. 

Hér fyr­ir neðan má sjá lista yfir þau 10 launa­hæstu á umræddum lista tekju­blaðsins. Töl­ur eru í þúsund­um ís­lenskra króna. 

  1. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS: 4.778. 
  2. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI: 4.370. 
  3. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA: 4.160. 
  4. Karl Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍS: 4.143. 
  5. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri SSF: 3.379. 
  6. Friðbert Traustason, fyrrverandi framkvæmdastjóri SSF: 3.056.
  7. Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu: 2.971. 
  8. Heiðrún Emilía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF: 2.883. 
  9. Þórey Sigríður Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða: 2.806.
  10. Pétur Þorsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu: 2.592. 

Greint er frá tekj­um 4.000 Íslend­inga í Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í dag. Hægt er að nálg­ast blaðið hér. Er þar tekið fram að um sé að ræða út­svars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2023. Þær þurfi ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Inn í töl­un­um eru ekki fjár­magn­s­tekj­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert