Árlega sumargrill Hrafnistu í Hafnarfirði var haldið í sól og blíðu í dag þrátt fyrir heitavatnsleysi.
Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, segir daginn hafa verið æðislegan og að starfsfólkið og íbúarnir séu í skýjunum.
„Við fengum frábært veður, við vorum algjörlega bænheyrð að fá góðan dag. Einnig til þess að fá hlýju inn í húsið þar sem allir ofnar eru kaldir hjá okkur út af heitavatnsleysi," segir Árdís.
„Það var góð þátttaka og allir með bros á vör,“ segir Árdís.
Að sögn Árdísar hefur skipulagið fyrir næstkomandi daga án heits vatns gengið vel: „Við fórum bara í það að baða alla [í gær], svo fórum við í það að ná upp hita í húsinu með því að kynda upp ofnanna deginum fyrir. Við pössum okkur svo á því að halda gluggum og hurðum lokuðum."