Lést af völdum voðaskots á gæsaveiðum

Maðurinn var á fertugsaldri var ásamt fleirum á gæsaveiðum við …
Maðurinn var á fertugsaldri var ásamt fleirum á gæsaveiðum við Hálslón norðan Vatnajökuls. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maðurinn sem lést í morgun við Hólslón norðan Vatnajökuls lést af völdum voðaskots.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Maðurinn var á fertugsaldri var ásamt fleirum á gæsaveiðum við Hálslón.

Rannsókn á vettvangi er lokið en rannsókn málsins heldur áfram.

Málið rannsakað sem slys

Í samtali við mbl.is segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögreglu þjónn á Austurlandi, að enginn sé með stöðu sakbornings og að málið sé rannsakað sem slys. 

Til­kynn­ing um slysið barst lög­reglu laust fyr­ir klukk­an átta í morg­un og var hinn slasaði úr­sk­urðaður lát­inn á vett­vangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert