Léttskýjað og fallegt veður sunnan heiða

Hitinn gæti náð 15 stigum á Suður og Vesturlandi í …
Hitinn gæti náð 15 stigum á Suður og Vesturlandi í dag. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Í dag er útlit fyrir norðlæga golu á landinu, en ákveðnari vindur austast. Dálítil rigning verður norðaustantil og svalt á þeim slóðum. Yfirleitt verður léttskýjað og fallegt veður á Suður- og Vesturlandi með hita að 15 stigum þegar best lætur.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Á morgun gera spár ráð fyrir að lægð fari til austurs fyrir sunnan lands. Meginsvæði lægðarinnar mun ná inn á sunnanvert landið og þar verður því lengst af rigning. 

Í öðrum landshlutum verður skýjað og búast má við dropum öðru hvoru, einkum þegar líður á daginn. Við suðurströndina áverður allhvass austan vindstrengur, sem getur verið varasamur fyrir þau ökutæki sem viðkvæmust eru fyrir vindi. Hitinn verður 6 til 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert