Lögheimili aðeins leyfð í íbúðabyggð

Frístundahús telst ekki til íbúðarhúsnæðis skv. lögum og því ekki …
Frístundahús telst ekki til íbúðarhúsnæðis skv. lögum og því ekki hægt að skrá lögheimili þar, þótt slíkt tíðkist í öðrum norrænum ríkjum. mbl.is/Ómar

Deildar meiningar eru um hvort heimila eigi eigendum frístundahúsa að hafa lögheimili sín þar. Sumarhúsaeigendur sem sækjast eftir þessu geta haft hag af því að losa um eignir, flytja lögheimilið í sumarhúsið og greiða útsvar þar.

Sjónarmið sunnlenskra sveitarfélaga hefur verið að það stangist á við lög, auk þess sem flest frístundahverfin hafi alls ekki verið hönnuð miðað við annað en að vera frístundahúsabyggð. Til þess að bregðast við þessari þróun hafa sveitarfélög breytt skipulagi á nokkrum stöðum úr frístundabyggð í íbúðabyggð.

Aðrar reglur annars staðar á Norðurlöndum

Lára V. Júlíusdóttir lögmaður skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hún fer fram á að eigendur frístundahúsa fái rétt til að skrá lögheimili sín í húsunum og bendir á að um 70 manns í Grímsnes- og Grafningshreppi séu skráðir óstaðsettir í hús þar sem ekki fáist leyfi fyrir fastri búsetu þar. Hún bendir á að í Danmörku hafi verið lögfest að þeir sem séu komnir yfir sextugt megi búa í frístundahúsum sínum. Í Noregi og Svíþjóð séu engin slík ákvæði og fólki frjálst að hafa lögheimili þar sem það býr.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert