Minningarsteinn afhjúpaður í Saurbæ

Hallgrímskirkja var reist til minningar um sálmaskáldið.
Hallgrímskirkja var reist til minningar um sálmaskáldið. mbl.is/Ómar

Í tilefni af 350. ártíð sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar verður afhjúpaður minningarsteinn um Hallgrím og konu hans Guðríði Símonardóttur á leiði Hallgríms í Saurbæjarkirkjugarði í Hvalfirði í dag.

Fram kemur á vef þjóðkirkjunnar að Guðmundur Rafn Sigurðsson, fráfarandi framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs, hafi stýrt verkefninu. Steininn gerði Þór Sigmundsson steinsmiður.

Áletrun á steininum er gerð samkvæmt tillögu sr. Karls Sigurbjörnssonar, fyrrverandi biskups Íslands. Áletrunina teiknaði Gunnar Karlsson.

Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ safnaði styrkjum sem standa undir öllum kostnaði við gerð steinsins og við flutning gamla steinsins af leiði Hallgríms inn í kirkjuna þar sem honum hefur verið fundinn staður til framtíðar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert