Nær tvöföld hækkun samgöngusáttmála

Verðmiðinn á uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins stendur nú í um 310 …
Verðmiðinn á uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins stendur nú í um 310 milljörðum króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verðmiðinn á uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins stendur nú í um 310 milljörðum króna sem er nær tvöfalt hærri fjárhæð en gert var ráð fyrir í september 2023, þegar kostnaðurinn var talinn verða um 160 milljarðar.

Í ljósi þessa m.a. hefur verið ákveðið að lengja framkvæmdatíma verkefna sáttmálans um sjö ár. Þegar sáttmálinn var undirritaður 2019 var gert ráð fyrir 15 ára framkvæmdatíma.

Sáttmálinn var kynntur þingflokkum stjórnarflokkanna í gær og sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins og borgarfulltrúar Reykjavíkur fá kynningu í dag, þriðjudag.

Hin mikla hækkun fyrirhugaðra verkefna sáttmálans hefur verið gagnrýnd sem og sá tími sem uppfærslan hefur tekið. „Það er ekki farið eftir stefnumörkun Alþingis og ekki sóttar fjárheimildir til Alþingis og ef vinnubrögðin eru svona þá frestar þingið þessu, eins og gert var við samgönguáætlun,“ segir Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, í samtali við Morgunblaðið og er ósáttur við vinnubrögðin sem viðhöfð hafa verið í málinu, en endurskoðun sáttmálans hefur tekið miklu lengri tíma en til stóð í upphafi, allt að heilu ári.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert