Nokkur útköll vegna vatnsleka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti nokkrum útköllum í gær vegna vatnsleka.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti nokkrum útköllum í gær vegna vatnsleka. mbl.is/Eyþór

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti nokkrum útköllum í gær vegna vatnsleka í þeim hverfum á höfuðborgarsvæðinu þar sem skrúfað var fyrir heita vatnið klukkan 22 í gærkvöld vegna vinnu Veitna við tengingu á Suðuræð 2.

„Það voru nokkur verkefni í gærkvöld en það var ekkert meira eftir það. Þetta var allt frekar minniháttar lekar sem komu upp en allir voru þeir í ofna- og hitaveitukerfum,“ segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Á Facebook-síðu slökkviliðsins segir að vel hefur gengið síðasta sólahring þrátt fyrir átta útköll á dælubíla.

„Hvort tengja megi vatnsleka við framkvæmdir á stofnæðaskiptum vitum við ekki en líklegra er að aukaálag í gærdag hafi hreyft við gömlum ofnum,“ segir í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert